Kjör íþróttamanns UMSE fer fram að Rimum í Svarfaðardal næsta fimmtudag, 22. janúar. Árið 2014 var gott íþróttaár á starfssvæði UMSE og munu um fimmtíu einstaklingar fá viðurkenningu að þessu sinni. Hápunkturinn að venju verður svo lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE 2014. Tíu einstaklingar eru í kjörinu að þessu sinni, en það eru í stafrófsröð:
- Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðamaður UMSE 2014.
- Anna Kristín Friðriksdóttir, Hestaíþróttamaður UMSE 2014.
- Arnór Snær Guðmundsson, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í golfi.
- Guðmundur Smári Daníelsson, Frjálsíþróttamaður UMSE 2014.
- Haukur Gylfi Gíslason, Badmintonmaður UMSE 2014.
- Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundmaður UMSE 2014.
- Jón Elvar Hjörleifsson, Borðtennismaður UMSE 2014.
- Ólöf María Einarsdóttir, Golfmaður UMSE 2014.
- Sindri Ólafsson, Knattspyrnumaður UMSE 2014.
- Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.