Funi býður hestamönnum og áhugasömum um samband manns og hests á fyrirlestur með tamningameistaranum og listamanninum Benna Líndal. Benni er fyrir löngu orðin kunnur í hestaheiminum fyrir sýna nálgun og alúð við viðfangsefnið. Benni er einn okkar reyndasti reiðkennari enda kennt um gjörvallan heim sínar aðferðir við tamningu og þjálfun. Hann hefur einnig gefið út talsvert af efni á prenti og myndbandi. Þeir sem vilja þróa samband sitt við hestinn ættu ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara.
Fundurinn verður haldinn í Funaborg á mánudaginn næstkomandi klukkan 20.00. Takið kvöldið frá, gangið snemma til gegninga og hlýðum á Benna.
– Fræðslunefnd og stjórn Funa