Helgina 20. – 22. júní verður fjórða Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Húsavík.
Búið er að opna fyrir skráningu á mótið þannig að nú er um að gera að skrá sig.
Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar. Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík, en það eru: Fjallahlaup, boccia, bridds, bogfimi, blak, frjálsar, hestaíþróttir, línudans, golf, pútt, ringó, skák, dráttavélaakstur, jurtagreining, pönnukökubakstur, skotfimi, sund, sýningar, stígvélakast og þríþraut. Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.
Skráning fer fram á www.umfi.is þar er einnig að finna dagskrá mótsins og allt um keppnisgreinar mótsins.