TREC 2 að hefjast – Óskum eftir nýliðum

Valur á
Valur á Ídu

Nú er TREC 1 búið hjá okkur og TREC 2 að hefjast núna 19.-20. apríl hjá börnum og unglingum og 21.apríl hjá fullorðnum. Glimrandi lukka er með þessa nýjung í íslenskri hestamennsku og búið að ganga frábærlega hjá nemendunum 17 sem hafa stundað þetta frá því um áramót. Hægt er að bæta við nemendum nú í sambland af TREC 1 og 2 og verður reynt að haga kennslunni þannig að knapar geti tekið þátt í TREC útimótinu sem verður um miðjan júní á Melgerðismelum. Við stefnum á að setja upp flotta braut á þessu frábæra svæði okkar og gera okkar besta til að dafna í þessari grein sem er mjög hestvæn, fjölbreytt og skemmtileg en einnig krefjandi fyrir knapa og hest og reynir á sambandið þeirra á milli. Opnar alveg glænýjan grundvöll fyrir notalegu reiðhestana okkar.

Verðinu er stillt mjög í hóf.

Endilega sendið fyrirspurn á annasonja@gmail.com eða hringja í síma 8461087 og fá frekari upplýsingar.

Deila: