TREC keppni

IMG_6533

 

 

 

 

 

 

 

Á morgun verður smá uppskeruhátíð hjá þeim sem hafa sótt námskeið í TREC á vegum Funa. Um er að ræða stöðumat sem jafnframt verður slegið upp í keppni milli nemenda og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á þetta margumrædda TREC að mæta og fylgjast með frá áhorfendapöllunum í Melaskjóli. Herlegheitin hefjast með keppni í flokki fullorðinna kl. 11:00 og er gert ráð fyrir að börn og unglingar hefji keppni um kl. 14:00. Úrslit verða kynnt í Funaborg að keppni lokinni. Heitt verður á könnunni og vonumst við til að sjá sem flesta 🙂

-Kennarar og nemendur í TREC

Deila: