Almennur félagsfundur í Funaborg
miðvikudaginn 23. október n.k. kl. 20:30
Fyrir fundinum liggur mikilvæg ákvarðanataka
Bygging nýs dómhúss við Náttfaravöllinn
Bliki frá Litla-Dal. Heiðurshjónin Kristín og Jónas í Litla-Dal vilja gefa Náttfara þennan vel ættaða fola og það er fundarins að ákveða hvort félagið þiggur hann og vill axla ábyrgðina sem því fylgir.
Helga Gunnarsdóttir dýralæknir verður með fræðsluerindi um hófsperru. Rætt verður um nokkur stig hófsperru og sérstaklega tengzl hennar við efnaskiptaröskun sem er nýlega lýst í hestum. Í ljósi þess að offóðrun verður sífellt meira vandamál í dag er þetta erindi sem á sérstaklega heima í hópi þeirra sem rækta og ala upp hesta.
Kaffihlaðborð að hætti Funa verður í boði fyrir fundargesti.
Stjórnin