Hrossaræktarfélagið Náttfari efnir til sölusýningar á stóðréttardegi Melgerðismela, laugardaginn
12. október n.k. Tömdum hrossum verður riðið eftir sýningarbrautinni norðan við stóðréttina en
ótamin tryppi verða sýnd í reiðhöllinni, Melaskjóli. Öll hross verða mynduð og upplýsingum um
þau komið fyrir á vefsíðu. Skráningarverð er 1500 kr/ótamið og 3500 kr/reiðsýning.
Skráningar berist Þorsteini á Grund á netfang thorsteinn.egilson@icloud.com þar sem fram koma
upplýsingar um:
nafn, uppruna, fæðingarnúmer, lit, aldur, umráðamann, stuttri lýsingu umráðamanns og verð.
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 9.október 2013.
Stjórn Náttfara