BÆJARKEPPNI OG ÆSKULÝÐSDAGAR

Um helgina verður nóg um að vera á Melgerðismelunum:
*Æskulýðsdagar hefja leikinn á föstudagskvöldinu (ratleikur, mæting kl. 20:00 við hesthús) og halda áfram á laugardeginum með þrautabraut (mæting kl.11:00 norðan við Funaborg) og reiðtúr (mæting 14:00 við hesthús – krakkar, endilega að taka með sér fullorðinn).  Um kvöldið verður grill (20:00) og leikir á flötinni við Funaborg (hamborgarar í boði fyrir krakka sem taka þátt, fullorðnir fá þá gegn vægu verði).  Sigríður í Hólsgerði tekur við skráningu á Æskulýðsdagana um netfangið holsgerdi@simnet.is eða í síma 857-5457, í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 22/8.
*Sunnudaginn 25. ágúst verður Bæjarkeppni Funa haldin.  Þátttökuskráning verður á staðnum frá kl. 13:00 til 13:30 og keppni hefst kl. 14:00.

Keppt verður í flokki polla, barna, unglinga, ungmenna, karla og kvenna.  Einnig verða brokkkappreiðar fyrir 14 ára og eldri (14-16 ára þurfa leyfi forráðamanna).  Allir flokkar verða opnir og viljum við hvetja allt reiðfært fólk til að taka þátt.  Kaffisala verður á staðnum eftir keppni.
Íbúar Eyjafjarðarsveitar hafa verið duglegir að styrkja hestamannafélagið með þátttöku sinni í Bæjarkeppninni og viljum við þakka fyrir það sérstaklega.
Stjórn, mótanefnd og barna- og unglingaráð FUNA

Deila: