Æskulýðsdagar

Næstu helgi er komið að því sem svo margir hafa beðið eftir í sumar!

  Æskulýðsdagarnir (sem frestað var fyrr í sumar) verða haldnir 23. og 24. ágúst og svo er bæjakeppni Funa í beinu framhaldi á sunnudeginum.

 

Fyrir alla hestakrakka sem geta dröslað foreldrum sínum með sér 😮

 

  • Ratleikur á föstudagskvöldinu; í fyrra fannst eitt og annað í trjágróðrinum á svæðinu. Hvaða ávexti bera tréin í ár ???

 

  • Þrautabraut, reiðtúr, grill og leikir á laugardeginum; hinar ýmsu þrautir leystar undir tímatöku, reiðtúr upp í Borgarrétt („pikknikk“ og endilega taka með sér fullorðinn), hamborgarar fyrir krakka í grillveislu um kvöldið og fullorðnir fá þá keypta á vægu verði, leikir á flötinni v.Funaborg

 

  • Bæjarkeppni FUNA á sunnudeginum, mögulega öðruvísi keppni líka.

 

  

Síðasti skráningardagur fimmtudaginn 22. ágúst – Sigríður í Hólsgerði tekur við skráningu í síma 857-5457 eða um netfangið holsgerdi@simnet.is.

 

Sjáumst á Melgerðismelum!

Deila: