Sætisæfingar – námskeið

Sætisæfingar – námskeið
Barna- og unglingaráð Funa stendur fyrir námskeiði í sætisæfingum fyrir börn og unglinga í Funa. Anna Sonja Ágústsdóttir sér um námskeiðið en um er að ræða einstaklingskennslu í þrjú skipti, um hálftíma í senn. Námskeiðið er niðurgreitt af Funa en hver þátttakandi greiðir hlut í námskeiðinu sem nemur 4.000 krónum (mæta með í fyrsta tíma). Mæta þarf með hjálminn og sjálfan sig á Melgerðismela, hestur og reiðtygi verða á staðnum.
Takmarkaður fjöldi, fyrstir koma – fyrstir fá :o)
Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 1.-13. júlí en Anna Sonja raðar þátttakendum niður eftir því hvernig hentar. Hún sér um skráningu á námskeiðið og veitir jafnframt frekari upplýsingar í síma 846-1087.
Seinna í sumar er fyrirhugað að halda námskeið fyrir óvana (seinni partinn í júlí) og vana (seinni partinn í ágúst).

Auk þess minnum við á ÆSKULÝÐSDAGA á Melgerðismelum 26.-28. júlí 🙂
Takið dagana frá!
Barna- og unglingaráð Funa

Deila: