Þá er ein skemmtilegasta helgi okkar hestamanna að baki, hrossasmölun, stóðréttir og sveitaball… lífið gerist varla betra. Veðrið lék við okkur að þessu sinni og voru hrossin meðfærileg fyrir vikið og menn í sínu besta skapi. Sjoppan var opin og hægt að kaupa sér alls kyns góðgæti og setjast við borð undir berum himni. Mikið fjör var á ballinu um kvöldið þar sem Birgir Arason og hljómsveit spiluðu fram á nótt. Hér koma fyrstu myndir af stóðréttunum en ef þið lumið á fleiri myndum þá endilega sendið þær á annasonja@gmail.com og þeim verður bætt hér inn á síðuna 🙂