Bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum sunnudaginn 26. ágúst. Skráning verður á staðnum milli kl. 13:00-13:30. Keppni hefst kl. 14:00.
Keppt verður í flokki polla, barna, unglinga, ungmenna, karla og kvenna. Einnig verða fetkappreiðar í flokki polla, barna og unglinga (100 m) og brokkkappreiðar í flokki ungmenna, karla og kvenna (250 m). Allir flokkar verða opnir og viljum við hvetja allt reiðfært fólk til að taka þátt.