Laugardaginn 25. ágúst nk. munu Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga standa fyrir sölusýningu á Hlíðarholtsvelli Akureyri. Sama dag fer fram hestaíþróttamót á vegum Léttis en sölusýningin verður felld inn í dagskrá mótsins og er reiknað með að hún verði strax eftir hádegishlé (nánar auglýst þegar fjöldi skráninga liggur fyrir). Elka Guðmundsdóttir umsjónarmaður söluvefsins www.hest.is mun verða á staðnum og taka upp sölumyndbönd fyrir hennar sölusíðu sé þess óskað. Þeir sem taka þátt í mótinu geta einnig óskað eftir að sýningin verði tekin upp þó svo þeir taki ekki þátt í sölusýningu HEÞ. Upptaka er sýnendum að kostnaðarlausu en að öðru leyti gilda skilmálar um sölulaun o.fl. á www.hest.is
Skráningar skulu sendar á netfangið vignir@bugardur.is í síðasta lagi mánudagskvöldið 20. ágúst.
Upplýsingar skulu fylgja um verðhugmynd, IS númer hests ásamt stuttri lýsingu á hestinum. Einnig skal taka fram ef óskað er eftir myndbandsupptöku.
Skráningarjald er kr. 3.000.-