Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka Funa, Gnýfara, Grana, Léttis, Þjálfa og Þráins mun fara fram á Hlíðarholtsvelli, Akureyri 9 – 10. júní undir stjórn mótanefndar Léttis.
Úrtakan er jafnframt gæðingakeppni Léttis.
Skráning er á lettir@lettir.is og taka þarf fram:
Nafn knapa:
Kennitala knapa:
Nafn eiganda:
Nafn hests:
IS-númer hests:
Fyrir hvaða félag er keppt:
Í hvaða greinar er verið að skrá:

Keppt verður í:
A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – ungmennaflokki- unglingaflokki og barnaflokki, tölti T1 og gæðingaskeiði.

Skráningargjaldið er 2.500 kr. fyrir hverja skráningu og skal leggja það inn á 0162-26-3682 Kt. 470792-2219 og það verður að taka fram fyrir hvern er verið að greiða. Skráningu líkur kl. 22:00 þriðjudaginn 5. júní.

Dagskrá verður birt eftir að skráningu líkur.

Dómarar verða:
Friðdóra Friðriksdóttir
Sindri Sigurðsson, Yfirdómari
Magnús Sigurjónsson
Logi Laxdal
Sveinn Jónsson

Mótanefnd Léttis

Deila: