90. ársþing UMSE

90. ársþing UMSE var haldið í dag 5. mars að Þelamörk. Fyrir hönd Funa sátu þingið þær Kristín Thorberg og Edda Kamilla Örnólfsdóttir. Funi á rétt til að senda þrjá fulltrúa á þingið.

Anna Kristín Árnadóttir lét af störfum sem gjaldkeri UMSE og Edda Kamilla var kjörin sem varamaður í stjórn.

Anna Kristín Friðriksdóttir (Hringur) er hestaíþróttamaður UMSE og hlaut 3ja sætið í kjöri um íþróttamann UMSE. Óskum við henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur á árinu 2010.

Íþróttamaður UMSE var kjörinn Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi Dalvíkur.

Einnig þá hlaut Funafélaginn okkar hún Anna Rappich viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í frjálsum íþróttum en á árinu 2010 varð hún íslandsmeistari í 60 m hlaupi og langstökki öldunga (45-49 ára). Óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn.

Myndin er af Önnu Kristínu og Glað, fengin af heimasíðu hestamannafélagsins Hrings

Deila: