Fyrirhugað er reiðnámskeið með Ásdísi Helgu Sigursteinsdóttur reiðkennara. Ásdís Helga er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla ásamt því að hafa náð góðum árangri bæði sem kynbóta- og keppnisknapi, heimasíða Ásdísar Helgu er http://asdishelga.123.is/home/
Námskeiðið verður haldið helgarnar 18-20 mars og 9-10 apríl að Melaskjóli og hefst með nema- og kennarafundi föstudagskvöldið 18. mars í Funaborg kl. 20:00. Hver kennslustund verður um 45 mín., einn til tveir saman í hverri kennslustund. Námskeiðið er ætlað jafnt börnum sem fullorðnum.
Verð 19.000 kr. á einstakling og greiðist inn á reikning 162-26-3682, kennitala 470792-2219. Vinsamlegast takið fram fyrir hvern er verið að greiða.
Skráning er á netfangið funamenn@funamenn.is
Fyrirhuguð er niðurgreiðsla fyrir Funabörn og unglinga undir 18 ára aldri.
Aðeins um 14 pláss laus, fyrstur skráir fyrstur fær.
F.h. fræðslunefndar
Edda Kamilla