Folaldasýning á vegum Náttfara í Eyjafjarðarsveit verður haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri n.k. Föstudagskvöld 4. mars kl. 20.00 ef næg þátttaka fæst.
Öll folöld á Eyjafjarðarsvæðinu og í nágrenni eru velkomin. Folöldin verða fordæmd ( fyrir sköpulag ) að deginum og koma svo fram í höllinni um kvöldið þar sem úrslit verða gerð kunn og verðlaun veitt. Verðlaun eru fyrir 3 efstu folöldin í hvorum flokki, hryssur/hestar og glæsilegasta folaldið valið af áhorfendum. Dómari verður Eyþór Einarsson. Hrossaræktarbúin Hólakot og Hrafnagil ásamt Þórhalli Péturssyni gefa efsta folaldinu í hvorum flokki og því glæsilegasta að mati áhorfenda folatoll undir 1. verðlauna hestana Hrym frá Hofi, Friðrik X frá Vestri-Leirárgörðum og Font frá Feti. Skráningargjald er 1000.-kr á hvert folald og greiðist á staðnum með peningum.
Tekið er á móti skráningum á netfangið esteranna@internet.is og í síma 466-3140 allt fram til kl. 21.00 á Miðvikudagskvöldið 2.mars
Nefndin