Skemmti- og vísindaferð verður farin Laugardaginn 20. nóv. N.k. frá Melgerðismelum stundvíslega kl. 10.30
Heimsótt verða 3 hrossabýli, þau eru Bær á Höfðaströnd, Narfastaðir og Varmaland.
Þáttökugjald er 7000.- kr. Per mann og greiðist með peningum við brottför.
Innifalið er: Rúta, léttur hádegisverður og þrírétta hlaðborð með drykk um kvöldið.
Skráning í síðasta lagi föstudaginn 19. nóv fyrir kl. 18.00 á netfangið esteranna@internet.is eða í síma 897-5756
Allir velkomnir – Fjölmennum og skemmtum okkur saman J
Flengjumst í fjörðinn Skaga,
Funa og Náttfara menn,
og það er segin saga,
sjáumst á Melunum senn.
Njósnað um nágrannans hross,
og ná öllu sem er gert vel,
vendum svo kvæði í kross,
heim keyrt þá um næturþel.
ÁÁ.Kálfagerði.