Kæru sveitungar.
Hvernig væri að drífa sig og hittast í Funaborg fyrsta vetradag sem er 23.október 2010.
Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:45. Miðapantanir eru í síma 846-2090 Kristín, eða á netfangið, merkigil10@simnet.is fyrir kl. 22:00 á þriðjudagskvöldið 19. október
Á matseðli er gúllassúpa með brauði, kaffi og konfekt á eftir.
Miðin kostar aðeins 2.500 kr. á manninn, höfum gaman saman, koma svo.
Stuðsveitin í sjöundahimni leikur fyrir dansi.
Með kveðju
KvenBúnaðarHjálparfélagið SamFuni