Námskeið í TREC fyrir börn og unglinga

Hestaíþróttagreinin TREC sló rækilega í gegn á síðasta ári meðal Funamanna á öllum aldri. Barna- og unglingaráð hefur því skipulagt vornámskeið í TREC sem hefst 1. apríl. Í fyrra var aðeins boðið upp á TREC námskeið fyrir vana krakka en nú þegar meiri reynsla er komin í greininni hefur verið ákveðið að bjóða upp á námskeið fyrir alla krakka sem geta mætt með eigin hest og reiðtygi. Skipt verður í hópa eftir reynslu hesta og knapa og hentar námskeiðið því bæði fyrir byrjendur í greinni sem og lengra komna og verður hægt að finna verkefni við allra hæfi.

IMG_7280

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Námskeiðið er ókeypis fyrir alla krakka í Funa og nýir meðlimir ávalt velkomnir!

Miðað er við að kenna á eftirfarandi dögum: (alltaf kemur þó til greina að skoða breytingar, óski þáttakendur námskeiðsins eftir því)

1. apríl (miðvikudagur) : Bókleg kennsla í Funaborg kl. 20:00.

3. apríl (föstudagur): Verkleg kennsla í Melaskjóli.

4. apríl (laugardagur): Verkleg kennsla í Melaskjóli.

11. apríl (laugardagur): Verkleg kennsla í Melaskjóli.

25. apríl (laugardagur): Verkleg kennsla í Melaskjóli.

9. maí (laugardagur): Verkleg kennsla í Melaskjóli eða úti.

16. maí (laugardagur): Verkleg kennsla í Melaskjóli eða úti.

30. maí (laugardagur): Verkleg kennsla í Melaskjóli eða úti.

5. júní (föstudagur): Síðasti verklegi tíminn, jafnframt lokaundirbúningur fyrir smá keppni í lok námskeiðsins.

6. júní (laugardagur): Lokadagur námskeiðs, gerum okkur glaðan dag saman og endum námskeiðið á flokkaskiptri keppni, þar sem allir geta spreytt sig í einhverju við sitt hæfi.

 

Ef einhverjir hafa ekki tök á því að taka á hús fyrir fyrsta tímann þá er mögulegt er að bæta krökkum inn í námskeiðið eftir að það byrjar en nánari upplýsingar gefur kennari námskeiðsins Anna Sonja Ágústsdóttir. Hún tekur jafnframt við skráningu fram til 31. mars í síma 846-1087 og 463-1262.

 

-Barna- og unglingaráð Funa

Deila: