Reiðnámskeið með Benna Líndal

Hestamannafélagið Funi heldur þriggja helga námskeið á Melgerðismelum í samstarfi við Benedikt Líndal tamningameistara.

Um er að ræða þriggja helga námskeið þar sem verkleg kennsla fer fram í þremur þriggja manna hópum tvisvar á dag. Að auki verður bókleg kennsla eftir hádegi alla dagana. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar leiðir til að bæta samspil. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni með einn taminn hest yfir allt námskeiðið. Námskeiðið kostar 66.000 kr. á mann og verður haldið helgarnar 14.-15. mars, 28.-29. mars og 18.-19. apríl. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 11. febrúar. Umsóknir sendist í valur@holshus.net. Nánari upplýsingar veitir Valur í s: 660–9038.

– Fræðslunefnd Funa

Deila: