Skráning á mótið var óvenju lítil og markast það að einhverju leyti á vondri veðurspá og rigndi mikið á laugardagsmorgun. Þegar mótið byrjaði fór að létta til og á sunnudag var blíðskapar veður kyrrt og sólríkt.
Niðurstöður mótsins má sjá með því að smella á viðeigandi hlekk hér fyrir neðan en mótið var jafnframt gæðingamót Funa og eru sigurvegarar Funa merktir með grænum lit.
Styrktaraðilar mótsins voru Lífland, Eimskip og Bústólpi sem gáfu verðlaunagripi mótsins en peningaverðlaun í kappreiðum gáfu Grund 2 í 300 m brokki, Kálfagerði í 300 m stökki og Gestur E. Júlíusson dýralæknir í 100 m flugskeiði.
Öllum styrktaraðilum og þeim sem unnu að mótinu, áhorfendum og gestum er þakkað fyrir þeirra þátt í ágætu móti.
Mótanefnd og stjórn Funa