Reiðnámskeið – TREC

Hestamannafélagið Funi stendur fyrir opnu reiðnámskeiði fyrir krakka og fullorðna í allan vetur. Kennt verður á laugardögum á tveggja vikna fresti. Áherslan verður á ásetu og stjórnun þar sem markmiðið er að komast í gegnum TREC braut eða keppa í greininni. TREC er vaxandi grein hér á landi enda fellur hún vel að okkar hestamennsku og íslenska hestinum. Greinin er hestvæn og styrkir samspil hests og knapa en er allt í senn spennandi, skemmtileg, fjölbreytt og fræðandi. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir og  Anna Sonja Ágústsdóttir munu annast kennsluna en báðar eru þær menntaðar frá Hólaskóla og hafa stundað tamningar og reiðkennslu á svæðinu.

Fyrsti tíminn verður klukkan 14:00 þann 18. janúar í Funaborg. Sá tími er bóklegur og ekki gert ráð fyrir að þátttakendur mæti með hest. Skráning er hjá Önnu Sonju til og með 18. janúar í tölvupóstfanginuannasonja@gmail.com eða í síma 846-1087.
Námskeiðið er frítt fyrir börn og niðurgreitt fyrir fullorðna.
Hugsanlega verður hægt að aðstoða þá sem ekki eiga hest eða hesthúspláss og er þeim bent á að tala við Önnu Sonju.

Deila: