Ársþing UMSE 2013

Ársþingið var haldið að Valsárskóla

Sigríður Bjarnadóttir var sæmd starfsmerki UMSE og einnig UMFÍ,

Hér er aðeins um reglur merkjanna og umsögn um Siggu

Starfsmerki UMFÍ.

Starfsmerki UMFÍ má veita fyrir frábært átak eða afrek í félagsstörfum, skipulagsstörfum, framkvæmdastjórn eða á íþróttasviði. Til grundvallar þarf ekki að liggja langt samfellt starf. Framkvæmdastjórn UMFÍ veitir starfsmerki UMFÍ.

Sigríður Bjarnadóttir hefur verið virk innan ungmennahreyfingarinnar bæði sem foreldri og félagsmaður. Síðustu ár hefur hún farið fyrir því góða æskulýðsstarfi sem fram hefur farið innan hestamannafélagsins Funa, sem formaður Barna- og unglingaráðs. Sigríður hefur sinnt störfum sínum í þágu ungmennasambandshreyfingarinnar af alúð og umhyggju. Hún er fyrirmynd í störfum sínum og Ungmennahreyfingunni mikill fengur.

Starfsmerki UMSE.

Starfsmerki UMSE er silfurslegið, þar sem einkennismerki UMSE í lit situr ofan á silfurslegnum lárviðarkransi. Merkið má veita einstaklingum sem unnið hafa mikið og gott starf í þágu UMSE eða aðildarfélaga þess. Merkið skal jafnframt vera hvatning til áframhaldandi góðra starfa í þágu UMSE, aðildarfélaga þess eða íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar í heild sinni.

Sigríður Bjarnadóttir hefur starfað innan UMSE bæði sem virkt foreldri og ábyrgur nefndarmeðlimur. Á síðustu árum hefur Sigga komið inn í Barna- og unglingaráð hestamannafélagsins Funa af miklum krafti og staðið að góðu og jafnframt mikilvægu starfi ráðsins sem formaður þess.  Sigga okkar er ekki aðeins dugnaðarforkur heldur hrífandi félagi sem virkjar fólkið í kringum sig og hvetur það til dáða með verkum sínum. Það er okkur heiður að geta kallað þig félaga og að fá hér tækifæri til að hvetja þig til frekari áframhaldandi starfa.

  • Agnar Snorri hestamannafélaginu Hring var kjörinn íþróttamaður UMSE
  • Anna Kristín hestamannafélaginu Hring var tilnefnd af hálfu stjórnar til kjörs íþróttamanns UMSE
  • Ársþingið sátu fyrir hönd Funa þeir Freyr Ragnarsson, Steingrímur Magnússon og Kristján Hjalti Sigurðsson.
  • Hestamannafélagið Hringur hlaut Félagsmálabikar UMSE, um félagsmálabikarinn má finna á heimasíðu UMSE.
  • Edda Kamilla Örnólfsdóttir hestamannafélaginu Funa var kosin varaformaður UMSE.

Bolli Gunnarsson stjórnarmaður UMFÍ veitti Siggu starfsmerki UMFÍ og Óskar Þór formaður UMSE veitti henni starfsmerki UMSE.

Til hamingju Sigga okkar!

Siggu veitt starfsmerki UMSE
Siggu veitt starfsmerki UMSE
Freysi fulltrúi funa
Freysi fulltrúi funa
Kristján Hjalti fulltrúi funa
Kristján Hjalti fulltrúi funa
Siggu veitt starfsmerki UMFÍ
Siggu veitt starfsmerki UMFÍ
Deila: