Ánægjuleg Bæjakeppni að baki


Hér koma síðbúnar fréttir af Bæjakeppninni Funa. Alls tóku 100 bæir þátt og þarf ekki að fjölyrða hversu miklu máli stuðningur íbúa Eyjafjarðarsveitar skiptir fyrir hestamannafélagið, takk fyrir það kæru sveitungar. Þátttaka knapa og hesta var með mesta móti eða alls 56. Sigurvegarar í hverjum flokki voru:
Barnaflokkur: Valdimar Níels Sverrisson á Ausu frá Bringu, keppti fyrir Kristnes 7
Unglingaflokkur: Eydís Sigurgeirsdóttir á Vísi frá Árgerði, keppti fyrir Kristnesbæ
Ungmennaflokkur: Andrea Þórey Hjaltadóttir á Loga frá Akureyri, keppti fyrir Höskuldsstaði
Kvennaflokkur: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir á Hvin frá Litla-Garði, keppti fyrir Hjarðarhaga
Karlaflokkur: Stefán Birgir Stefánsson á Glettingu frá Árgerði, keppti fyrir Syðri Hól

Hinn veglegi farandbikar kom í hlut Kristnesbæjar.

Prófuð var sú nýbreytni að hafa 100 m fetkappreiðar og brokkkappreiðar. Sara Þorsteinsdóttir sigraði fetkappreiðarnar á tímanum 57 sek og Örn Ævarsson sigraði brokkið á tímanum 12,22 sek. Skoðað verður með framhald á þessu að ári.

Takk fyrir góða þátttöku á Bæjakeppni, bæir jafnt sem knapar, og fyrir ánægjulegan dag.

Deila: