Það stefnir í stórmót á Melgerðismelum um helgina. Mótið er opið öllum og skráningu lýkur um miðnætti í kvöld, miðvikudagskvöld, sjá fyrri frétt.
Verðlaunagripi gefa Lífland, Bústólpi og Eimskip og peningaverðlaun í kappreiðum gefa Grund II, Kálfagerði, Hrafnagil, Gestur Júlíusson dýralæknir og Litli-Dalur.