Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa var haldinn í Funaborg á Melgerðismelum 20. febrúar 2012. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður. Birgir Arason stýrði fundi.
Valur fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem kom glögglega fram viðburðaríkt ár hjá Hestamannafélaginu. Talsverðar umræður voru um niðurstöðu stjórnar LH við úthlutun landsmóts þar sem Eyfirðingar voru sniðgengnir enn eina ferðina. Fundarmenn voru sammála um að stjórn LH yrði að gera betur grein fyrir niðurstöðu sinni.
Hafdís í húsnefnd fór yfir þá viðburði sem voru í Funaborg á nýliðnu ári. Fastir viðurðir voru á dagskrá eins og páskabingó, jólabingó, sumardagurinn fyrsti, stórmót Funa á Melgerðismelum, bæjakeppni, réttardansleikur, uppskeruhátíð félaganna, o.fl. Fram kom að útleiga á húsinu hefur aukist verulega. Tekjur tengt nýtingu á Funaborg eru þannig að skila umtalsverðu meiru í leigutekjur með hverju árinu samhliða því að aðstaðan í húsinu batnar.
Jón Elvar í fræðslunefnd gerði grein fyrir störfum nefndarinnar sem voru mikil á árinu. Haldnir voru reglubundnir fræðslufundir í Funaborg og einnig hefur nefndin séð um heimasíðu Funa með miklum sóma.
Brynjar lagði fram reikninga félagsins til kynningar. Því miður vannst ekki tími til að ljúka frágangi á efnahagsreikningi fyrir fundinn. Fundarmenn voru sammála um að boða til aukaaðalfundar innan tveggja mánaða til að afgreiða reikningana endanlega.
Að loknum kosningum er skipan í stjórn og nefndir sem hér segir:
Ártal fyrir aftan nafn viðkomandi segir hvenær hann var kjörinn inn í stjórn.
Stjórn:
-
Formaður Brynjar Skúlason, 2011
-
Ritari Halldór Hauksson, 2011
-
Gjaldkeri Birgir Arason, 2012
-
Meðstjórnandi-Rósa Hreinsdóttir, 2012
-
Meðstjórnandi-Valur Ásmundsson, 2011
Varmamenn
-
Þorsteinn Egilson 2011
-
Arna B. Baldvinsdóttir 2012
Mótanefnd:
-
Lalli og Ásdís frá 2011
-
Kalli, Gústi og Jónas frá 2012
Skemmtinefnd
-
Hafdís og Andrea frá 2011
-
Steingrímur Magnússon Birgir Arason, Freyr Ragnarsson frá 2012
Húsnefnd
-
Sigga Hólsg., Sigga Hólum, Bylgja frá 2011
-
Hafdís, Anett, Kristín Th. og Kristín Herm. frá 2012
Ferðanefnd
-
Rósa og Siggi Kr. frá 2011
-
Anna Kristín og Gói frá 2012
Fræðslunefnd
-
Kristín Th. og Jón Elvar frá 2011
-
Þorsteinn og Gestur Júlíusson frá 2012
Reiðveganefnd
-
Kalli, Birgir St. og Hulda frá 2011
-
Valur og Ævar frá 2012
Barna- og Unglingaráð
-
Auðbjörn, Einar Gísla, Þorsteinn E. frá 2011
-
Anna Sonja og Sigga Bjarna. frá 2012
Nýkjörin stjórn mun kalla saman nefndirnar og fara yfir verkefni nýs starfsárs innan tveggja vikna.
Samþykktar voru eftirfarandi ályktanir:
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa haldinn í Funaborg á Melgerðismelum 20. febrúar 2012 mótmælir harðlega hugmyndum um að heimiluð verði umferð vélknúinna ökutækja um núverandi reiðveg yfir Bíldsárskarð. Vegna slysahættu manna á hestum getur þessi umferð ekki farið saman. Bíldsárskarð er mikilvægasta samgönguleið hestamanna yfir í Þingeyjarsýslu og nær öruggt er að til árekstra muni koma verði umferð vélhjóla heimil, jafnvel þótt umferð yrði skilyrt við einstaka daga. Hestamannafélagið Funi leggur áherslu á að skipulagsnefnd finni góða lausn fyrir vélhjólamenn en stefni ekki þessum hópum saman.
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa haldinn í Funaborg á Melgerðismelum 20. febrúar 2012 felur stjórn Funa að sækja um að næsta lausa Íslandsmót verði haldið á Melgerðismelum.