Járningarnámskeið – Gestur Páll

Gestur Páll Júlíusson dýralæknir og járningarmeistari verður með járningarnámskeið dagana 3 – 4 febrúar.

  • Námskeiðið hefst með bóklegri kennslustund í Funaborg á föstudagskvöldinu kl. 20:00, stundvíslega.
  • Á laugardeginum verður verkleg kennsla haldin í hesthúsinu að Hólshúsum.
  • Verklegri kennslu verður hagað með þeim hætti að nemendur verða paraðir tveir og tveir saman og skipt upp í hópa. Hópur 1 byrjar kl. 08:00, hópur 2 kl. 10:00 osfrv.
  • Nemendur mæta sjálfir með hest og áhöld í verklega kennslu.
  • Verð er 15.000 kr. og greiðast á föstudeginum (ekki verður hægt að taka við kortum). Flest verkalýðsfélög taka þátt í niðurgreiðslu námskeiðagjalda.
  • Skráning er á netfangið namskeid@funamenn.is til kl. 13:00 á föstudag (3. febrúar).

Námskeiðið tekur aðeins átta manns – fyrstur skráir fyrstur fær inn.

Námskeiðið er öllum opið óháð félagaaðild.

Fræðslunefnd

 

Fræðslunefnd Funa

Deila: