Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri í samstarfi við Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH mun bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn. Námskeiðið er hugsað fyrir starfandi dómara, fólk sem vill gerast dómarar og einnig fyrir hinn almenna hestamann sem vill bæta við þekkingu sína.
Verkalýðsfélög á borð við Einingu-Iðju greiða niður námskeiðiskostnað fyrir félagsmenn sína. Nú er bara að taka höndum saman og vera samferða á Hvanneyri og skella sér á námskeið. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.