Landsmót – 2014?

Stjórn Funa ásamt sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar,  Akureyrarstofu og markaðsstofu Norðurlands áttu ánægjulegan fund með stjórn LH og LM. Þar kynntu aðilar sín sjónarmið og lögðu áherslu á að þetta væri verkefni sem Eyfirðingar ætluðu að standa að sem samfélag. Reynsla Eyfirðinga af Handvershátíðinni hefur gefið okkur reynslu sem nýtist þegar taka á við miklum fjölda gesta. Aðstæður á Melgerðismelum eru ákaflega góðar frá náttúrunnar hendi. Veðurfar er gott og eins hefur skógrækt á svæðinu fegrað umhverfið og aukið skjól. Í ljósi umræðunnar um harða óhestvæna velli má benda á að  hönnun valla á Melgerðismelunum tók mið af velferð hestsins, bæði hvað varðar lögun og undirlag.

Landsmót verður innspýting fyrir Eyjafjörð  og með samhentu átaki hestamanna, sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila getum við vonandi hjálpað Landsmóti hestamanna að stækka og dafna. Stjórn LH hefur sagt að á næsta stjórnarfundi LH verði tekin ákvörðun um við hvaða umsækjanda verði teknar upp viðræður.

 

Stjórn Funa

Deila: