Reiðmaðurinn – Endurmenntun Lbhi

Reiðmaðurinn er námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku. Það er endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við LH og félag hrossabænda sem standa fyrir náminu. Námið er ætlað 16 ára og eldri, hægt er að taka það samhliða fullu starfi. Námið byggist upp af fjarnámi og verklegri helgarkennslu einu sinni í mánuði. Kennsla fer fram á tímabilinu september til apríl ár hvert en námið tekur tvö ár.

„Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hestamannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað.“
Sjá nánar á heimasíðu Lbhí

Alltaf gott að bæta við sig þekkingu og láta skóla sig aðeins til.

Ritstjóri

Deila: