Opinn fundur um landsmótsmál

Opinn fundur um Landsmót hestamanna í Eyjafirði verður haldinn í fundaraðstöðu Búgarðs, Óseyri 2 Akureyri miðvikudaginn 2. nóv. Kl. 20:30 Efni fundarins: Almenn umræða um framtíð Landsmótahalds í Eyjafirði. Stjórnir Léttis og Funa

Uppskeruhátíð Léttis og Funa

Uppskeruhátíð Léttis og Funa Verður haldin Laugardagskvöldið 12. nóvember í Freyvangi. Endilega takið kvöldið frá og fjölmennum. Matur og skemmtiatriði. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefnd Funa og Léttis

Hrossaræktarfélagið Náttfari

Sölusýning Melgerðismelum 8. október 2011 Sýning hrossa í reið hefst um kl. 12 Sýning unghrossa í Melaskjóli hefst um kl. 15:30 Sýningarskrá Í sýningarskrá er að finna aldur, lit, helzta ætterni, kynbótamat, lýsingu eigenda/umráðamanna og verð. Að lokinni sýningu verða settir í sýningarskrána vefvísar að myndbandi frá sölusýningu hrossa í reið og settar verða inn …

Hrossaræktarfélagið Náttfari Read More »

Stóðréttir og dansleikur

8.október verða stóðréttir á Melgerðismelum, rekið inn kl 13. Um kvöldið verður svo dansleikur í Funaborg, húsið opnar kl 22 og miðaverð kr 1800 Stórsveit Jakobs Jónssonar leikur fyrir dansi fram á nótt, gestasöngvari er Stefán Tryggvi. Allir velkomnir, skemmtinefnd Funa

Hrossaræktarfélagið Náttfari -Sölusýning Melgerðismelum

Hrossaræktarfélagið Náttfari verður með sölusýningu á Melgerðismelum, Stóðréttardaginn 8. október n.k. Boðið er upp á sýningu taminna hrossa í reið og sýningu unghrossa í Melaskjóli. Skráning berist á netfangið theg@isor.is með upplýsingum um: A. Nafn hross og fæðingarnúmer þess B. Lýsing eiganda/umráðamanns á hrossinu C. Verð D. Eiganda og/eða umráðamann Gefin verður út sýningarskrá auk …

Hrossaræktarfélagið Náttfari -Sölusýning Melgerðismelum Read More »

Bæjakeppnin

Nú er verið að safna áheitum í bæjakeppni Funa. Hver bær sem tekur þátt greiðir kr. 1.500- og hægt er að leggja upphæðina inn á reikning Funa kt. 470792-2219, banki:0162-26-003682 og senda tölvupóst á gjaldkerann Binna í Hólsgerði í tölvupóstfang holsgerdi@simnet.is. Bæjakeppnin hefst síðan sunnudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Skráning er á staðnum og hefst …

Bæjakeppnin Read More »

Reiðtúr að Borgarrétt

Laugardaginn 27. ágúst verður farið í reiðtúr frá Melgerðismelaréttinni um kl. 20. Riðið verður að gömlu Borgarréttinni og e.t.v. eitthvað lengra. Að reiðtúr loknum mun séra Hannes Örn Blandon flytja hugvekju í hesthúsinu á Melgerðismelum. Mætum sem flest og þjálfum gangna- og bæjakeppnishrossin. Ferðanefnd

Melgerðismelar 2011

Ágætu stórmóti hestamanna er lokið á Melgerðismelum. Keppendur komu víða að úr nágrenninu. Mótið Mótið tókst vel og er gestum og starfmönnum þökkuð ánægjuleg helgi.