Bæjakeppni Funa 2019

Bæjakeppni Funa var haldin á Jónsmessunni sl. mánudagskvöld. Dagana fyrir mót fóru sjálfboðaliðar um sveitina og buðu sveitungum að vera með gegn 2.000 kr. gjaldi. Móttökur og þátttaka sveitunga okkar var mjög góð og sýnir vel þann velvilja sem íbúar Eyjafjarðarsveitar hafa sýnt félaginu okkar og eiga fyrir það miklar þakkir frá okkur félagsmönnum. Alls …

Bæjakeppni Funa 2019 Read More »

Saman á Melunum í sumar

Hestamannafélögin Léttir og Funi hafa ákveðið að halda fjölskyldudaga á Melgerðismelum í sumar. Yfirskriftin verður: “Saman á Melunum.” Dagskráin er í mótun, en stefnt er að því að fara í félagsferð á vegum Ferðanefndar Léttis frá Kaupangsbökkum síðdegis á föstudeginum 26.  júlí og koma á Melgerðismela um kvöldið þar sem boðið verður upp á rjúkandi …

Saman á Melunum í sumar Read More »

AppFengur

“ AppFengur býður félagsmönnum hestamannafélaga áskrift að AppFeng á sérstökum afsláttarkjörum. Fastur 50% afsláttur af mánaðaráskrift ef keypt er áskrift fyrir 15. sept 2019.Áskrift gefur notendum fullan aðgang að AppFengi ásamt nýjum og reglulegum uppfærslum. – Til virkja áskrift á afsláttarkjörum ferðu inn á  https://www.appfengur.com/subscribtion– Til að sækja AppFeng í App Store – Til að sækja …

AppFengur Read More »

Bæjarkeppni Funa

Bæjarkeppni Funa verður haldin mánudagskvöldið 24. júní á Melgerðismelum. Skráning hefst kl. 18:00 og mótið byrjar kl. 19:00. Öllum velkomið að skrá sig óháð félagaaðild, opin skráning í alla flokka. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þeirri röð sem þeir birtast. Pollaflokkur Barnaflokkur Unglingar Ungmenni Kvennaflokkur Karlaflokkur Pylsur, gos ofl. verður til sölu á staðnum. …

Bæjarkeppni Funa Read More »

Aðalfundur Funa

Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum fimmtudaginn 28. mars nk. klukkan 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennum – Nýir félagar velkomnir. Stjórn Funa

FEIF Youth Camp

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur …

FEIF Youth Camp Read More »

Vinnuhelgi í Funaborg

“Ágætu Funafélagar. Stefnt er að vinnuhelgi í Funaborg dagana 16. og 17. febrúar. Þeir sem geta mætt hafi samband við Brynjar í síma 899-8755 í sambandi við verkefni og nánari tímasetningar.” Bestu kveðjur.Anna Kristín.

Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins NÁTTFARA

Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins NÁTTFARA verður haldinn fimmtudagskvöldið 14. febrúar n.k. í Funaborg, Melgerðismelum kl.19:19.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundar-störf.  Matur í boði félagsins. Nýir félagar velkomnir, gamlir félagar hvattir til að mæta og ræða félags-starfið à hvað viljum við , hvert stefnum við ??? Stjórnin    Einar Brúnum, formaður                             Sigríður Hólsgerði, gjaldkeri                             Jóna Bringu, ritari 

Vinnudagur

Vinnudagur Kæru félagar og velunnarar, vinnudagur verður á Melgerðismelum laugardaginn 7 júlí nk. Mæting klukkan 12:00 í Funaborg. Komum saman og tökum til hendinni við ýmis verk. Grill og reiðtúr um kvöldið. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið annakrarna@simnet.is Stjórn Funa.

LOKAÐUR REIÐVEGUR

Reiðvegurinn frá Espigrund og að Samkomugerði verður lokaður fyrir ríðandi umferð frá og með fimmtudeginum 28. júní og á meðan unnið er við veginn. Reiðveganefnd Funa